Spendýr (Mammalia)

Almennt

Spendýr (Mammalia) tilheyra fylkingunni seildýr (Chordata) sem flokkast með dýraríkinu (Animalia). Spendýr eru með mjólkurkirtla, feld eða hár, heitt blóð og heila sem stýrir blóðrásakerfinu. Flest spendýr fæða lifandi afkvæmi og kvendýr framleiða mjólk til að næra ungviði sín.

Alls er vitað um 52 tegundir villtra land- og sjávarspendýra í náttúru Íslands og eru sjávarspendýr þar í miklum meirihluta. Mörg þessara dýra eru flækingar sem koma til landsins fyrir slysni og eru ekki í aðstöðu til að fjölga sér eða lifa af í umhverfinu. Aðrar eru innfluttar á síðustu árum og teljast því ekki til íslenskrar fánu. 

Hér er fjallað um villt spendýr sem dvelja á eða við Ísland að staðaldri.

Höfundur

Ester Rut Unnsteinsdóttir september 2018

Biota