Brandönd (Tadorna tadorna)

Útbreiðsla

Brandönd verpur í Evrópu og um miðbik Asíu. Hún er hér nýlegur landnemi sem hefur fjölgað mikið og breiðst út frá um 1990. Mikilvægustu varplönd brandandar eru í Borgarfirði, einkum í Andakíl (Jón Einar Jónsson 2011), Hornafirði og á Sléttu (Yann Kolbeinsson og Guðmundur Örn Benediktsson 2013).

Stofnfjöldi

Íslenski stofninn var áætlaður 60−80 varppör 2008, þar af 40−60 pör í Borgarfirði (Jón Einar Jónsson 2011). Nýrra mat frá 2017-2018 telur 274 pör (Tierney o.fl. 2020). Brandendur hópast saman á nokkrum stöðum síðsumars og á haustin, m.a. í kringum Hvanneyri (yfir1300 fuglar) og Grunnafirði (allt að 700 fuglar) (Tierney o.fl. 2020, Náttúrufræðistofnun, óbirt gögn)). Farfugl að mestu en dvelur hér í vaxandi mæli á vetrum.

Válistaflokkun

LC** (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC** LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 9,04 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1997-2024

Brandönd er ekki á válista 2025 en hún flokkast þó strangt til tekið sem tegund í nokkurri hættu (VU, D1), því stofninn er enn talinn færri en 1.000 kynþroska einstaklingar. Hér er þetta mat  fært niður um tvo flokka samkvæmt leiðbeiningum IUCN, enda eru taldar miklar líkur á landnámi þar sem brandandarstofnar eru sterkir í nágrannalöndum og fuglar berast væntanlega tíðum til landsins. Eins getur íslenski brandandarstofninn ekki talist einangraður og er auk þess <1% af evrópska stofninum. Endanlegt mat er því að brandöndin sé ekki í hættu (LC).

Á Válista 2000 var brandönd metin í bráðri hættu (CR) vegna mjög lítils varpsstofns (<50 kynþroska einstaklingar).

Viðmið IUCN: (D1)

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.
1. Stofn talinn vera minni en 1000 kynþroska einstaklingar.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Brandönd var metin í bráðri hættu (CR) vegna mjög lítils varpsstofns (<50 kynþroska einstaklingar).

Válisti 2018: Brandönd var metin ekki í hættu (LC).

Verndun

Brandönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Engir varp-, viðkomu-, fellistaðir eða vetrarstöðvar hér á landi teljast alþjóðlega mikilvægar fyrir brandendur.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 4.000 fuglar/birds; 1.333 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: NV-Evrópa = 2.500 fuglar/birds; 833 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Myndir

Heimildir

Jón Einar Jónsson 2011. Brandendur í Borgarfirði 2007 og 2008. Bliki 31: 25–30.

Tierney, N., Tierney, R. A., Björnsson, Þ., Kolbeinsson, Y., Townsend, S. E., & Petersen, A. 2020. Status and distribution of the Common Shelduck Tadorna tadorna in Iceland, with special reference to the core area in Borgarfjörður. Wildfowl, 70(70), 127-147.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Yann Kolbeinsson og Guðmundur Örn Benediktsson 2013. Landnám brandandar á Melrakkasléttu. Bliki 32: 31–33.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir og Borgný Katrínardóttir apríl 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Andfuglar (Anseriformes)
Tegund (Species)
Brandönd (Tadorna tadorna)

English Summary

Tadorna tadorna colonized Iceland in the early 1990s and has increased rapidly since with several hundred pairs breeding. No areas in Iceland meet IBA criteria for this species.

Icelandic Red list 2025: Least concern (LC).