Duggönd (Aythya marila)

Útbreiðsla

Duggönd verpur í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu.

Stofnfjöldi

Duggönd verpur allvíða um land og hefur íslenski varpstofninn verið gróflega metinn 3.000−5.000 pör (Umhverfisráðuneytið 1992). Stór hluti hans er við Mývatn og sáust þar lengi um 2.000 steggir að vori. Duggönd hefur fækkað mikið á Mývatni á síðustu árum og steggirnir aðeins verið 400−1.000 frá árinu 2010 (Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn). Er farfugl að mestu en nokkur hundruð fugla hafa vetursetu á Suðvesturlandi (Náttúrufræðistofnun Íslands, vetrarfuglatalningar) og nokkrir tugir í Berufirði á Austfjörðum (Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn).

Válistaflokkun

EN (tegund í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
EN LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 5,15 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 2009-2024

Duggöndum hefur fækkað mikið við Mývatn og öðrum vötnum á sama svæði sem hafa verið langmikilvægustu varpsvæði þeirra hér á landi (Yann Kolbeinsson o.fl.  2023). Fækkunin við Mývatn nemur 55% á viðmiðunarárunum (2009–2024) eða ~5% á ári. Eins hefur duggöndum fækkað mikið á varptíma á völdum talningasvæðum á Innnesjum á síðustu árum (Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson 2017). Í ljósi þessa, og þá einkum bágrar stöðu stofnsins við Mývatn, er duggönd flokkuð sem tegund í hættu (EN, A2ab).

Viðmið IUCN: A2ab

A2. Fækkun í stofni ≥50% á síðustu 10 árum eða síðustu þremur kynslóðum, hvort sem er lengra, þar sem fækkunin eða orsakir hennar hafa ekki stöðvast EÐA eru óþekktar EÐA eru óafturkræfar; byggt á athugun, mati, ályktun eða grun samkvæmt:
(a) beinni athugun,
(b) stofnvísitölu sem hæfir tegundinni.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Duggönd var ekki í hættu (LC).

Válisti 2018: Duggönd var metin í hættu (EN).

Staða á heimsvísu

Duggönd var lengi vel flokkkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU) en hefur verið færð úr hættuflokki og telst ekki í hættu (LC) frá og með 2021, en þó fækkar í stofninum (BirdLife International 2021).

Verndun

Duggönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Á takmörkuðum svæðum, þar sem andarvarp er mikið, skal veiðirétthafa heimilt að taka egg frá duggönd. Við slíka eggjatöku skulu ávallt skilin eftir minnst fjögur egg í hverju hreiðri. Eggin má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.

Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða duggönd frá 1. september til 15. mars.


Mikilvæg svæði

Mývatn er eina svæðið hér á landi sem hefur alþjóðlega þýðingu fyrir duggendur (sjá töflu).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 3.650 fuglar/birds; 1.217 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: N- og V-Evrópa = 2.150 fuglar/birds; 717 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Töflur

Duggandarvarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Aythya marila in important bird areas in Iceland.

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year**
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Arnarvatnsheiði1 VOT-N_1 B **61 2012 1,5  
Skagi1 VOT-N_5 B **38 2012 1,0  
Mývatn–Laxá2 VOT-N_11 B 1.182 2006–2015 29,6 B1i, B2
Öxarfjörður3 VOT-N_12 B 46 2016 1,2  
Alls–Total     1.327   33,2  
1Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data
2Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn/unpubl. data 3Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn/unpubl. data
**Lágmarkstala/absolute minimum

Myndir

Heimildir

BirdLife International (2021) European Red List of Birds. Luxembourg: Publications Office of the European Union. https://www.birdlife.org/wp-content/uploads/2022/05/BirdLife-European-Red-List-of-Birds-2021.pdf.pdf 

Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson 2017. Fuglar á helstu vötnum og mýrlendi í Garðabæ 2017 Talningar á Vífilsstaðavatni, Vatnsmýri, Urriðavatni, Bessastaðatjörn, Kasthúsatjörn og Breiðabólsstaðatjörn. Unnið fyrir umhverfisnefnd Garðabæjar.

Náttúrufræðistofnun Íslands. Vetrarfuglatalningar: niðurstöður (1952–2015, óbirt gögn, nema 1987–1989 og 2002–2015). http://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur [skoðað 15.5.2016].

Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Yann Kolbeinsson, Snæþór Aðalsteinsson, Árni Einarsson, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, & Þorkell Lindberg Þórarinsson. (2023). Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum 2021-2023. https://nna.is/wp-content/uploads/2024/01/2306-Fuglavoktun-2021-2023.pdf

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Andfuglar (Anseriformes)
Tegund (Species)
Duggönd (Aythya marila)

English Summary

The Aythya marila population in Iceland is roughly estimated 3,000‒5,000 pairs with approx. 30% breeding at Lake Mývatn, a designated IBA for this species.

Icelandic Red list 2025: Endangered (EN, A2ab).