Gulönd (Mergus merganser)

Útbreiðsla

Gulönd verpur í N-Ameríku, Evrópu og Asíu.

Stofnfjöldi

Gulönd er sjaldgæfur varpfugl hér á landi og hefur verið giskað á 100−300 varppör (Umhverfisráðuneytið 1992). Er talinn staðfugl og því er íslenski stofninn metinn sér (um 900 fuglar) af Wetlands International (2016).

Válistaflokkun

VU (í nokkurri hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
VU LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 5,48 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 2007-2024

Gulönd er fáliðuð og því flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU, D1) enda stofninn talinn <1.000 kynþroska einstaklingar. Vísitölur úr vetrarfuglatalningum sýna auk þess stöðugan fjölda yfir viðmiðunartímabilið (2007-2024).

Viðmið IUCN: D1

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.
1. Stofn talinn vera minni en 1000 kynþroska einstaklingar.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Gulönd var flokkuð sem tegund í hættu (VU).

Válisti 2018: Gulönd var flokkuð sem tegund í hættu (VU).

Verndun

Gulönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Mörg svæði eru óhjákvæmilega mikilvæg fyrir gulönd enda er þröskuldurinn (1% af íslenskum stofni) aðeins níu fuglar. Helstu vetrarstöðvar eru sýndar á korti og skráðar í töflu.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa = 4.425 fuglar/birds; 1.475 pör/pairs ­(Wetlands International 2016, uppfært/updated)

B1 i: Ísland = 9 fuglar/birds; 3 pör/pairs (Wetlands International 2016, uppfært/updated)

Töflur

Mikilvægar vetrarstöðvar gulandar, meðalfjöldi fugla – Important wintering sites of Mergus merganser, mean number of birds.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Elliðavogur–Grafarvogur FG-V_3 W 44 2005–2014 4,9 B1i
Öxarfjörður VOT-N_12 W 31 2005–2014 3,4 B1i
Landbrot–Meðalland VOT-S_1 W 34 2006–2013 3,8 B1i
Laugarvatn–Apavatn VOT-S_5 W 28 2005–2010 3,1 B1i
Sogið–Þingvallavatn VOT-S_6 W 22 2005–2014 2,4 B1i
Ölfusforir VOT-S_7 W 24 2005–2014 2,7 B1i
Alls–Total     183   20,3  
*byggt á vetrarfuglatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Myndir

Heimildir

Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir apríl 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Andfuglar (Anseriformes)
Tegund (Species)
Gulönd (Mergus merganser)

English Summary

The Mergus merganser population in Iceland (roughly estimated 100–300 pairs) is treated as an isolated population by Wetlands International. Using the upper limit of the estimate, six wintering areas are designated IBAs for this species, holding 20% of the population.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU, D1), the same as last assessment in 2000.