Toppönd (Mergus serrator)

Útbreiðsla

Toppönd verpur í N-Ameríku, en einnig á Grænlandi, í Evrópu og Asíu. Er staðfugl að mestu.

Stofnfjöldi

Toppönd er allalgeng á Íslandi og hefur verið giskað á að 2.000−4.000 pör verpi hér (Umhverfis­ráðuneytið 1992). Er staðfugl að mestu og er nær eingöngu á sjó á vetrum; alls um 10.000 fuglar (Arnþór Garðarsson 2009).

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 7,3 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 22 ár.

Toppandarstofninn virðist hafa vaxið verulega á undanförnum árum (vetrarvísitala tvöfaldaðist 1992–2014) og er auk þess það stór að hann er ekki talinn vera í hættu (LC) (sjá graf).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Toppönd var ekki í hættu (LC).

Global position

Toppönd  hefur fækkað töluvert í Evrópu og er því skráð þar á válista sem tegund í yfirvofandi hættu (NT; BirdLife International 2015).

Verndun

Toppönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Á takmörkuðum svæðum, þar sem andarvarp er mikið, skal veiðirétthafa heimilt að taka egg frá toppönd. Við slíka eggjatöku skulu ávallt skilin eftir minnst fjögur egg í hverju hreiðri. Eggin má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.

Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða toppönd frá 1. september til 15. mars.

Válisti

Tvö varpsvæði toppandar hér á landi eru alþjóðlega mikilvæg, Breiðafjörður og Mývatn (44. tafla), en engir viðkomu-, fjaðrafellistaðir eða vetrarstöðvar falla í þann flokk. Stærstu fellihóparnir, í Grunnafirði og á Höfðavatni í Skagafirði, slaga þó upp í viðmiðunarmörkin.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa/Grænland = 1.140 fuglar/birds; 380 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: A-Grænland/Ísland/Bretlandseyjar = 970 fuglar/birds; 323 pör/pairs (Wetlands International 2016)

Töflur

Toppandarvarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Mergus serrator in important bird areas in Iceland.

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 B 50 2016 1,7  
Breiðafjörður  FG-V_11 B 450 2016 15,0 A4i, B1i, B2
Mývatn–Laxá1 VOT-N_11 B 516 2006–2015 17,2 A4i, B1i, B2
Öxarfjörður2 VOT-N_12 B 30 2016 1,0  
Melrakkaslétta FG-N_4 B 50 2016 1,7  
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 B 300 2016 10,0  
Alls–Total     1.912   46,5  
1Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, óbirt gögn/unpubl. data 2Náttúrustofa Norðausturlands, óbirt gögn/unpubl. data  

Myndir

Heimildir

Arnþór Garðarsson 2009. Fjöldi æðarfugls, hávellu, toppandar og stokkandar á grunnsævi að vetri. Bliki 30: 49–54.

Birdlife International 2015. European red list of birds. Luxembourg: Official publication of the European communities. http://datazone.birdlife.org/userfiles/file/Species/erlob/EuropeanRedListOfBirds_June2015.pdf[skoðað 20.10.2016].

Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Toppönd (Mergus serrator)

English Summary

The breeding population of Mergus serrator in Iceland is roughly estimated 2,000‒4,000 pairs and a winter survey resulted in 10,000 birds. Two breeding areas are designated IBAs and almost half of the population may breed in such areas.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.