
Útbreiðsla
Urtönd verpur í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu en er mun útbreiddari en gargönd. Hér er hún allalgeng og útbreidd um land allt. Flestar urtendur yfirgefa landið á veturna en mörg hundruð fuglar verða þó eftir (Náttúrufræðistofnun, vetrarfuglatalningar). Þær hópast víða saman á fartíma að hausti, jafnvel allt að 1.000−1.500 fuglar, m.a. í Andakíl, Meðallandi og Skarðsfirði (Náttúrufræðistofnun Íslands, Fuglaathugunarstöð Suðausturlands, óbirt gögn).
Stofnfjöldi
Giskað hefur verið á að stofn urtandar sé 3.000−5.000 pör (Umhverfisráðuneytið 1992).
Válistaflokkun
LC (ekki í hættu)
Ísland | Evrópuválisti | Heimsválisti |
---|---|---|
LC | LC | LC |
Forsendur flokkunar
Kynslóðalengd (IUCN): 6,3 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 19 ár.
Urtandarstofninn hér á landi er fremur illa þekktur en er þó ekki talinn vera í hættu (LC).
Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)
Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)
Eldri válistar
Válisti 2000: Urtönd var ekki í hættu (LC).
Verndun
Urtönd er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Á takmörkuðum svæðum, þar sem andarvarp er mikið, skal veiðirétthafa heimilt að taka egg frá urtönd. Við slíka eggjatöku skulu ávallt skilin eftir minnst fjögur egg í hverju hreiðri. Eggin má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.
Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða urtönd frá 1. september til 15. mars.
Válisti
Engir varp-, viðkomu-, fjaðrafellistaðir eða vetrarstöðvar hér á landi teljast alþjóðlega mikilvægar fyrir urtendur.
A4 i: Evrópa = 15.000 fuglar/birds; 5.000 pör/pairs (Wetlands International 2016)
B1 i: NV-Evrópa = 5.000 fuglar/birds; 1.667 pör/pairs (Wetlands International 2016)
Myndir

Heimildir
Náttúrufræðistofnun Íslands. Vetrarfuglatalningar: niðurstöður (1952–2015, óbirt gögn, nema 1987–1989 og 2002–2015). http://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur [skoðað 15.5.2016].
Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.
Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].
Höfundur
Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018
Biota
- Tegund (Species)
- Urtönd (Anas crecca)
English Summary
The Anas crecca population in Iceland is roughly estimated 3,000‒5,000 pairs. No areas in Iceland meet IBA criteria for this species.
Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.