Rauðbrystingur (Calidris canutus)

Útbreiðsla

Rauðbrystingur er hánorrænn varpfugl og skiptist í nokkra vel aðgreinda stofna. 

Stofnfjöldi

Stærsti stofn raubrystings, deilitegundin C.c. islandica, fer hér um vor og haust á leið til og frá varpstöðvum í NA-Kanada og á Grænlandi og vetrarstöðvum í Evrópu, alls um 270.000 fuglar (sjá kort). Annar hluti þessa stofns, ríflega 20%, fer um N-Noreg (Guðmundur A. Guðmundsson og Arnþór Garðarsson 1993) en eitthvað af þeim fuglum fer einnig um Ísland (Wilson 2013).

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC NT

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 6,36 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 2005-2024

Sá stofn rauðbrystinga sem fer hér um er mjög stór og talinn stöðugur (Birdlife International 2024). Samkvæmt árlegum talningum á rauðbrystingum á Íslandi hafa verið litlar breytingar á fjölda þeirra sem sjást yfir viðmiðunartímabilið (Jim Wilson, óbirt gögn). Því er tegundin ekki talin í hættu (LC) hér á landi.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Rauðbrystingur var ekki í hættu (LC).

Válisti 2018: Rauðbrystingur var ekki í hættu (LC).

Staða á heimsvísu

Rauðbrystingur er skráður sem tegund í yfirvofandi hættu á heimsválista (NT; BirdLife International 2024) þar sem flestir stofnar hafa dregist saman. Hann er hins vegar ekki á evrópskum válista þar sem ekki er vitað til þess að deilitegundinni islandica hafi fækkað umtalsvert.

Verndun

Rauðbrystingur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Alls eru a.m.k. átta svæði flokkuð sem alþjóðlega mikilvægir viðkomustaðir rauðbrystings hér á landi og um 80% fuglanna koma hér við á alþjóðlega mikilvægum fuglasvæðum (sjá töflu).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Kanada/Grænland/Evrópa/V- og S-Afríka (vetrar­stofn/winter c. 1990) = 8.500 fuglar/birds (Wetlands International 2016)

B1 i: NA-Kanada/Grænland/Ísland/NV-Evrópa (vetrar­stofn/winter c. 1990) = 3.500 fuglar/birds (Wetlands International 2016)

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Töflur

Mikilvægt viðkomusvæði rauðbrystings að vori – Important staging areas of Calidris canutus in spring in Iceland.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Hvalfjörður FG-V_6 P 18.512 1990 5,3 A4i, B1i, B2
Grunnafjörður1 FG-V_8 P 3.540 2008 1,0 B1i, B2
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 P 22.180 1990 6,3 A4i, B1i, B2
Breiðafjörður  FG-V_11 P 170.000 1990 48,6 A4i, B1i, B2
Tjörnes2 FG-N_3 P 5.225 2008 1,5 B1i, B2
Melrakkaslétta  FG-N_4 P 7.300 1990 2,1 B1i, B2
Stokkseyri–Eyrarbakki FG-S_1 P 7.600 1990 2,2 B1i, B2
Selvogur FG-S_2 P 5.100 1990 1,5 B1i, B2
Alls–Total     239.457   68,4  
*byggt á Arnþór Garðarsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1991, 1993.
1Böðvar Þórisson o.fl. 2008
2Þorkell L. Þórarinsson og Aðalsteinn Ö. Snæþórsson 2008

Myndir

Heimildir

Arnþór Garðarsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1991. Yfirlit um gildi einstakra fjörusvæða fyrir vaðfugla. Óbirt skýrsla.

BirdLife International (2024). Species factsheet: Red Knot Calidris canutus. Downloaded from https://datazone.birdlife.org/species/factsheet/red-knot-calidris-canutus [skoðað 01.04.2025]

Böðvar Þórisson, Cristian Gallo og Þorleifur Eiríksson 2008. Fuglatalningar í Grunnafirði 2008. Náttúrustofa Vestfjarða, NV nr. 17-08. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarða.

Guðmundur A. Guðmundsson og Arnþór Garðarsson 1993. Numbers, geographic distribution and habitat utilization of waders (Charadrii) in spring on the shores of Iceland. Ecography 16: 82–93.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search [skoðað 26. nóvember 2016].

Wilson, J. 2013. Rauðbrystingar merktir í N-Noregi skipta um farleið. Bliki 32: 34–36.

Þorkell Lindberg Þórarinsson og Aðalsteinn Örn Snæþórsson 2008. Farfuglar í fjörum í nágrenni Bakka á Tjörnesi að vori. Náttúrustofa Norðausturlands, NNA-08004. Húsavík: Náttúrustofa Norðausturlands.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Strandfuglar (Charadriiformes)
Tegund (Species)
Rauðbrystingur (Calidris canutus)

English Summary

Calidris canutus is a common passage migrant in Iceland with 270,000 birds estimated in spring 1990. Eight IBAs are designated for this species, holding 68% of the birds.

Icelandic Red list 2025: Least concern (LC).