Stormsvala (Hydrobates pelagicus)

Útbreiðsla

Heimkynni stormsvölu eru aðallega í V-Evrópu. Hér verpur hún á nokkrum stöðum í Vestmannaeyjum og er langstærsta varpið í Elliðaey. Þá hefur verið lítils háttar varp í Skrúði, Papey og Ingólfshöfða og er það horfið á síðastnefnda staðnum. 

Stofnfjöldi

Erfitt er að komast að hreiðrum og meta stofninn með öruggum aðferðum en slegið hefur verið á 50−100 þúsund pör sem verpa öll innan mikilvægra fuglasvæða (sjá töflu).

Válistaflokkun

VU (í nokkurri hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
VU LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 15,7 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Stormsvala verpur nær eingöngu á einu svæði hér á landi og telst því í nokkurri hættu (VU, D2) sem er sama flokkun og í Válista 2000.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.2. Stofn dvelur á mjög takmörkuðu svæði (t.d. minna en 20 km2) eða fáum stöðum (t.d. færri en 5). Slíkum stofni gæti verið hætta búin af umsvifum manna eða af tilviljanakenndum atburðum, fyrirvaralítið einhvern tíma í framtíðinni og þannig komist í bráða hættu eða jafnvel dáið út á skömmum tíma.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Stormsvala var flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Verndun

Stormsvala er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

Vestmannaeyjar eru alþjóðlega mikilvægt varpsvæði stormsvölu.

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 ii: heimsstofn/global = 4.760 pör/pairs (Bird­Life 2016c)

B1 ii: A4 ii

Töflur

Mikilvæg stormsvöluvörp á Íslandi – Important colonies of Hydrobates pelagicus in Iceland.*

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Vestmannaeyjar  SF-S_4 B 75.000 1983–2010 100 A4ii, A4iii, B1ii
Alls–Total     75.000   100  
* byggt á Jóhann Óli Hilmarsson og Erpur Snær Hansen 1992.

Myndir

Heimildir

BirdLife International 2016c. IUCN Red List for birds. http://www.birdlife.org [skoðað 20.10.2016].

Jóhann Óli Hilmarsson og Erpur Snær Hansen 1992. Athugun á stofnstærð og útbreiðslu sjósvölu í Elliðaey. Ráðstefnan Fuglar, haldin af Líffræðifélagi Íslands, 6.–8. nóvember 1992, Rúgbrauðgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Stormsvala (Hydrobates pelagicus)

Samantekt á Ensku

Hydrobates pelagicus is a locally common breeding bird in Iceland with roughly estimated 75,000 pairs breeding at several sites in Vestmannaeyjar, S-Iceland, treated here as one colony of international importance.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU, D2), the same as last assessment in 2000.