Hrafn (Corvus corax)

Útbreiðsla

Hrafninn er mjög útbreiddur á norðurhveli jarðar og verpur allt frá Mið-Ameríku og N-Afríku í suðri norður á túndrur heimskautalandanna. Er alger staðfugl hér á landi en ungfuglar flakka víða um land (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 1990).

Stofnfjöldi

Hrafninn er algengur og áberandi víða um land og var stofninn metinn 2.000 pör kringum 1985 (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 1992). Hröfnum hefur fækkað á á NA-landi (María Harðardóttir og Ólafur K. Nielsen 1999), sums staðar við Breiðafjörð og á Reykjanesskaga (Náttúrufræðistofnun, óbirt gögn).

Válistaflokkun

VU (í nokkurri hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
VU LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 9,13 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1997-2024

Hröfnum hefur fækkað víða sem varpfuglum á undanförnum áratugum, m.a. í Þingeyjarsýslum þar sem varpstofninn hefur minnkað stöðugt frá því um 1980 (María Harðardóttir og Ólafur K. Nielsen 1999). Dregið hefur lítillega úr fækkuninni á síðari árum en hún nam engu að síður um 20% á árunum 1993–2017 eða 0,93% á ári (Ólafur K. Nielsen, óbirt). Sömu sögu er að segja af Reykjanesskaga en þar nam fækkun óðala í ábúð um 0,5% á ári milli 1997-2022 sem samsvarar 12% fækkun á viðmiðunarárunum 1997–2024 (Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn). Vetrarvístölur sýna samfellda fækkun frá því um 1960 og fram yfir 1990 (um 50%) en síðan aukningu til 2024 (sjá graf). Þar sem válistamat miðast yfirleitt við varpstofn fugla er hrafninn flokkaður sem tegund í nokkurri hættu (VU, C1), enda fjöldi kynþroska fugla innan við 10.000 og fækkun í varpstofni (metin með ábúð á hrafnssetrum) yfir 10% á viðmiðunartímabilinu.

Viðmið IUCN: C1; (A2abc)

C. Stofn talinn minni en 10.000 kynþroska einstaklingar og
1. Stofn er talinn hafa minnkað samfellt um að minnsta kosti 10% á síðustu 10 árum eða þremur kynslóðum, hvort heldur spannar lengri tíma (í allt að 100 ár í framtíðinni).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Hrafn var flokkaður sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Válisti 2018: Hrafn var flokkaður sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Verndun

Hrafn er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða hrafn allt árið.

Mikilvæg svæði

Mikilvæg svæði verða ekki skilgreind fyrir hrafn hér á landi.

IBA viðmið – IBA criteria:

Engin/none

Myndir

Heimildir

Kristinn H. Skarphéðinsson, Ólafur K. Nielsen, Skarphéðinn Þórisson og Ib Krag Petersen 1992. Varp­útbreiðsla og fjöldi hrafna á Íslandi. Bliki 11: 1–26.

Kristinn H. Skarphéðinsson, Ólafur K. Nielsen, Skarphéðinn Þórisson, Sverrir Thorstensen og Stanley A. Temple 1990. Breeding biology, movements, and persecution of Ravens in Iceland. Acta Naturalia Islandica 33: 1–45.

María Harðardóttir og Ólafur K. Nielsen 1999. Hröfnum fækkar í Þingeyjarsýslum. Náttúrufræðingurinn 68: 147–154.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Spörfuglar (Passeriformes)
Tegund (Species)
Hrafn (Corvus corax)

English Summary

The Corvus corax population in Iceland was estimated 2,000 pairs in c. 1985. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2025: Vulnerable (VU, C1), the same as last assessment in 2018.