Stari (Sturnus vulgaris)

Útbreiðsla

Stari verpur nú víða um heim eftir að hafa verið fluttur frá upphaflegum heimkynnum í Evrasíu. Hann náði fótfestu í Hornafirði upp úr 1940, byrjaði að verpa í Reykjavík upp úr 1960 (Skarphéðinn G. Þórisson 1981) og hefur breiðst út víða um land í nokkrum bylgjum. Verpur aðallega í þéttbýli en einnig víða til sveita og eins síðustu árin í klettum suðvestanlands. Starinn er staðfugl.

Stofnfjöldi

Giskað var á að íslenskur varpstofn stara væri 3.000−4.000 pör kringum aldamótin (Náttúrufræðistofnun Íslands 2000). Sennilega hefur það verið vanmat þá og þar sem fuglum hefur fjölgað og þeir breiðst út síðan, má fullyrða að nú verpi hér a.m.k. 10.000 pör (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2016).

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 5,19 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 2008-2024

Starastofninn er það stór og vaxandi og verpur auk þess það dreift að öruggt má telja að hann sé ekki í hættu (LC). Vísitölur úr vetrarfuglatalningum hafa einnig sýnt samfellda aukningu yfir viðmiðunartímabilið (sjá graf).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Stari var ekki í hættu (LC).

Válisti 2018: Stari var ekki í hættu (LC).

Verndun

Stari er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Engin mikilvæg svæði eru skilgreind fyrir stara á Íslandi.

IBA viðmið – IBA criteria:

Engin/none

Myndir

Heimildir

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Nr. 55. 295 s. rafræn útgáfa leiðrétt í nóvember 2017. http://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_55.pdf.

Aldís Erna Pálsdóttir, Svenja Auhage, Guðmundur A. Guðmundsson 2025. Árleg stofnvísitala algengra veturseturfugla á Íslandi 1960–2024. Náttúrufræðistofnun, Garðabær. https://www.ni.is/sites/default/files/2025-03/vetrarfuglatalningar-2024_1.pdf

Skarphéðinn G. Þórisson 1981. Landnám, útbreiðsla og stofnstærð stara á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 51: 145–163.

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018

Aldís Erna Pálsdóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Spörfuglar (Passeriformes)
Tegund (Species)
Stari (Sturnus vulgaris)

English Summary

Sturnus vulgaris colonized Iceland in the 1940s and is most common in the urban areas in the Southwest. The population is unknown, but is probably >10,000 pairs. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2025: Least concern (LC).