Svartþröstur (Turdus merula)

Útbreiðsla

Svartþröstur er varpfugl í Evrópu, N-Afríku og vestast í Asíu. Auk þess verpa innfluttir stofnar víða í Eyjaálfu. Hann hefur lengi verið þekktur hér sem flækingsfugl og sjaldgæfur vetrargestur. Svartþröstur náði fótfestu hér á landi sem varpfugl í kjölfar mikillar göngu vorið 2000. Svartþröstur er nú algengur varpfugl í þéttbýli á Suðvesturlandi og verpur auk þess hér og hvar á Suður-, Vestur- og Norðurlandi. Er líklega alger staðfugl og sáust yfir 2.000 fuglar í vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar um áramótin 2016/2017. 

Stofnfjöldi

Varpstofn svarþrastar gæti verið nokkur þúsund pör.

Válistaflokkun

LC (ekki í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 5,4 ár Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir):

Íslenski svartþrastastofninn er örugglega >1.000 kynþroska einstaklingar og hefur vaxið mikið. Hann er auk þess það dreifður að hann telst ekki í hættu (LC).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Svartþröstur var ekki á válista.

Verndun

Svartþröstur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Válisti

Engin mikilvæg svæði eru skilgreind fyrir svartþröst á Íslandi.

IBA viðmið – IBA criteria:

B3: Species of European conservation concern (category 4)

Myndir

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, október 2018

Biota

Tegund (Species)
Svartþröstur (Turdus merula)

Samantekt á Ensku

Turdus merula used to be a common fall and winter visitor and an irregular or scarce breeder. Following a large influx in 2000, it has been gradually spreading from the stronghold in SW-Iceland; the population may be several thousand pairs. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.