Skógelfting (Equisetum sylvaticum)

Útbreiðsla

Mjög sjaldgæf á Íslandi, vex aðeins á örfáum stöðum á Austfjörðum og á Vestfjörðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Móar og kjarrlendi.

Lýsing

Meðalhá elfting (20–40 sm) með liðskipta stöngla og liðskiptar, kransstæðar og greindar hliðargreinar.

Blað

Stönglarnir sívalir, gáraðir, liðskiptir, með liðskiptum, kransstæðum greinum. Tennt slíður við hvern lið, slíðurtennur brúnar eða rauðbrúnar ofan til. Greinarnar níu til tólf í kransi, hvassferstrendar með grænleitum eða móbrúnum tönnum við hvern lið, greinast oft sjálfar í tvennt eða þrennt við hvern af neðstu liðunum. Ystu greinendar með ógreinda liði, þrístrendir (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Fremur auðþekkt á brúnleitum slíðrum og á greiningunni.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Skógelfting flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 7 km2 auk þess sem einungis 3 fundarstaðir eru þekktir.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Skógelfting er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Skógelfting er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Móar og kjarrlendi.

Biota

Tegund (Species)
Skógelfting (Equisetum sylvaticum)