Klumbustör (Carex buxbaumii)

Útbreiðsla

Hún er mjög sjaldgæf, aðeins fundin á einum stað á Austurlandi af Rannveigu Thoroddsen árið 2012.

Lýsing

Blóm

Klumbustörin ber oftast 2-4 öx, toppaxið venjulega heldur stærra og aflengra en hin. Karlblómin eru neðst í toppaxinu. Axhlífarnar eru dökk brúnar eða nær svartar, miðstrengur þeirra ljósari og gengur fram úr axhlífinni og myndar langan odd sem nær nokkuð upp fyrir hulstrið. Hulstrið er grænt eða móleitt, smánöbbótt, með örstuttri eða engri trjónu.

Greining

Klumbustörin líkist mjög hrísastör í útliti, þekkist helst á því að toppaxið er aflengra en hin öxin, aðeins kylfulaga. Axhlífarnar eru áberandi lengri og odddregnari en á hrísastör, ná oftast upp fyrir grænt hulstrið. Lengi vel var hrísastör talin vera deilitegund undir Carex buxbaumii sem subsp. alpina, en er nú talin vera sjálfstæð tegund, Carex adelostoma.

Válistaflokkun

DD (vantar gögn)

ÍslandHeimsválisti
DD LC

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Klumbustör er ekki á válista.

Válisti 1996: Klumbustör er ekki á válista.

Myndir

Heimildir

Hörður Kristinsson er höfundur staðreyndasíðna Náttúrufræðistofnunar um æðplöntur. Þær eru að megin uppistöðu byggðar á vef hans floraislands.is sem er eingöngu hægt að skoða á www.vefsafn.is . Allar upplýsingar af floraislands.is eru birtar á staðreyndasíðum Náttúrufræðistofnunar.

Hörður Kristinsson. 2008. Íslenskt plöntutal: Blómplöntur og byrkningar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 51. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík. https://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_51.pdf

Paweł Wąsowicz. 2020. Annotated checklist of vascular plants of Iceland. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 57. Náttúrufræðistofnun Íslands, Garðabær. https://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_57.pdf

Höfundur

Hörður Kristinsson, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Ríki (Kingdom)
Plöntur (Plantae)
Fylking (Phylum)
Æðplöntur (Tracheophyta)
Flokkur (Class)
Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ætt (Family)
Stararætt (Cyperaceae)
Tegund (Species)
Klumbustör (Carex buxbaumii)