Safastör (Carex diandra)

Útbreiðsla

Mjög sjaldgæf á Íslandi, aðeins fundin á Suðurlandi milli Þjórsár og Jökulsár á Breiðamerkursandi og á einum stað á Snæfellsnesi. Allir fundarstaðirnir eru neðan 200 m hæðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Mýrar og flóar.

Lýsing

Stórvaxin stör (30–60 sm) með langt, þétt, broddótt ax.

Blað

Myndar breiður. Neðri slíður grábrún til dökkbrún. Blöð grágræn, 1–2 mm breið. Strá grönn og sívöl neðst, köntuð ofar og svolítið ójöfn (Lid og Lid 2005).

Blóm

Axskipanin 2–4 sm, aflöng, gerð af fimm til tíu legglausum, öxum. Karlblóm efst í hverju axi. Axhlífar ljósbrúnar með breiðum himnukanti. Hulstur 2,5–3 mm langt, brúnt (Lid og Lid 2005).

Greining

Axskipan minnir á ígulstör og rjúpustör en er annars ólík.

Válistaflokkun

NT (tegund í yfirvofandi hættu)

ÍslandHeimsválisti
NT NE

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Safastör er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Safastör er ekki á válista.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Mýrar og flóar.

Biota

Tegund (Species)
Safastör (Carex diandra)