Fitjasef (Juncus gerardii)

Útbreiðsla

Mjög sjaldgæft, aðeins fundið á tveimur stöðum.

Vistgerðir

Sjávarfitjar.

Lýsing

Hávaxið sef (10–40 sm) með gulgræn blöð og beinvaxin strá, stoðblaðið styttra en blómskipanin.

Blað

Myndar þéttar eða gisnar breiður með skriðulum jarðstönglum. Blöðin gulgræn, lin, flöt eða nærri sívöl. Stráin bein og grönn með sívöl slíður (Lid og Lid 2005). Stoðblaðið styttra en blómskipanin (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómhlíf dökkrauðbrún, snubbótt, 2,5–4 mm löng (Lid og Lid 2005).

Greining

Skylt stinnasefi en með fleiri og fíngerðari blómhnoð, stoðblaðið styttra en blómskipanin.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Fitjasef flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 1 km2 auk þess sem einungis tveir fundarstaðir eru þekktir.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Fitjasef er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Fitjasef er á válista í hættuflokki CR (í bráðri hættu).

Verndun

Fitjasef er friðað samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Sjávarfitjar.

Biota

Tegund (Species)
Fitjasef (Juncus gerardii)