Stinnasef (Juncus squarrosus)

Útbreiðsla

Afar sjaldgæf jurt á Íslandi, fundin á nokkrum stöðum á Austfjörðum og fjórum stöðum í Strandasýslu á Vestfjörðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Hálfdeigja.

Lýsing

Þetta er stórvaxið sef, blöðin stinn og rennulaga, nokkuð gróf, í þéttum toppum sem geta orðið meir en metri í þvermál.

Blað

Þetta er stórvaxið sef, blöðin stinn og rennulaga, nokkuð gróf, í þéttum toppum sem geta orðið meir en metri í þvermál (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Blóm

Blómin eru brún og standa gjarnan í þyrpingum á tveim hæðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Minnir á dökkasef en blómhlífarblöðin hafa breiðari himnufald, blómskipunin ljósari, aldinin minni.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Stinnasef flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem stofninn er talinn lítill og telji færri en 1000 fullþroska einstaklinga auk þess sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 12 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Stinnasef er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Stinnasef er ekki á válista.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Ríki (Kingdom)
Plöntur (Plantae)
Fylking (Phylum)
Æðplöntur (Tracheophyta)
Flokkur (Class)
Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ætt (Family)
Sefætt (Juncaceae)
Tegund (Species)
Stinnasef (Juncus squarrosus)