Brönugrös (Dactylorhiza maculata)

Útbreiðsla

Allalgeng á láglendi víða um land en vantar í mörgum héruðum, einkum í innsveitum norðanlands og á suðurlandi milli Ölfusár og Markarfljóts (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Kjarr, gras- og lyngbrekkur.

Lýsing

Fremur lágvaxin planta (15–25 sm), með dröfnóttum lensulaga blöðum og bleikum í klasa. Blómstrar í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn blöðóttur. Blöðin lensulaga, stór, 6–10 sm á lengd og 1–2 sm á breidd, greipfætt, hárlaus, oftast alsett dökkum blettum á efra borði, efstu blöðin minni (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru í klasa, purpurarauð, óregluleg, af blómhlífarblöðunum vísa fimm upp en stærsta krónublaðið vísar niður og myndar neðri vör. Hún er með dökkrauðum dröfnum og rákum, þríflipuð að framan, með tveim ávölum, breiðum hliðarsepum og einum mjóum miðsepa. Frævan gárótt og snúin, situr neðan undir blómhlífinni þar sem blómin eru yfirsætin. Blómin eru þó afar breytileg, sums staðar eru þau með stuttu blómaxi, annars staðar með löngu og stóru axi (Hörður Kristinsson 1998). Teikningin í mynstri blómanna er einnig mjög fjölbreytileg (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Kjarr, gras- og lyngbrekkur.

Biota

Tegund (Species)
Brönugrös (Dactylorhiza maculata)