Knjápuntur (Danthonia decumbens)

Útbreiðsla

Fræin dreifast með maurum þar sem þeir eru til staðar (Lid og Lid 2005).

Vistgerðir

Grasbrekkur.

Lýsing

Fremur lágvaxin grastegund (10–40 sm), grágræn í þéttum þúfum, blöðin mjó með löngum hárum.

Blað

Blöðin grágræn, mjó, stíf, ójöfn, með löng, mjúk hár. Slíðurhimnan er hárkrans. Stráin stíf og knébeygð (Lid og Lid 2005).

Blóm

Punturinn mjór með fá, stór, stíf og glansandi, þrí- til fimmblóma smáöx. Ytri blómögn jafnlöng eða lítið eitt lengri en restin af smáaxinu. Innri blómögnin þétthærð við grunninn, tvítennt í endann og með broddi milli tannanna (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Válistaflokkun

EN (tegund í hættu)

ÍslandHeimsválisti
EN NE

Forsendur flokkunar

Knjápuntur hefur einungis fundist á einum stað á sunnanverðu landinu. Talið er að vaxtarsvæði tegundarinnar sé minna en 5000 m2.

Viðmið IUCN: D

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Knjápuntur er á válista í hættuflokki EN (í hættu).

Válisti 1996: Knjápuntur er á válista í hættuflokki CR (í bráðri hættu).

Verndun

Knjápuntur er friðaður samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Grasbrekkur.

Biota

Tegund (Species)
Knjápuntur (Danthonia decumbens)