Vatnsnafli (Hydrocotyle vulgaris)

Útbreiðsla

Sjaldgæf jurt sem aðeins finnst við jarðhita. Hún er einkum á tveim jarðhitasvæðum, öðru við Deildartungu í Borgarfirði og hinu í Árnessýslu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Við laugar, hveri og meðfram heitum lækjum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin planta (5–15 sm) með stjörnustrengjótt blöð. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Blöðin eru kringlótt, stjörnustrengjótt, grunnt bogtennt, hárlaus, 1–3 sm í þvermál. Blaðstilkarnir 5–15 sm langir, rísa upp af skriðulum jarðstöngli, festir í blöðkuna miðja, oftast hærðir rétt undir festingunni (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin örsmá, í litlum, kolllaga sveipum, fimmdeild, yfirsætin. Krónublöðin hvítleit, blómhnapparnir oft bleikleitir. Frævan tvíblaða með tveim stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Tvíkleyft klofaldin (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Engin önnur íslensk tegund er með stjörnustrengjótt blöð.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Við laugar, hveri og meðfram heitum lækjum (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Vatnsnafli (Hydrocotyle vulgaris)