Blátoppa (Sesleria albicans)

Útbreiðsla

Sjaldgæf grastegund, aðeins fundin á nokkru svæði á höfuðborgarsvæðinu og í næsta nágrenni og á Fagurhólsmýri (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Gras- og lyngmóar.

Lýsing

Meðalhá grastegund (15–60 sm) með stuttum, brúnum axleitum punti. Blómgast í maí–júní.

Blað

Blaðsprotar með alllöngum, 2–4 mm breiðum blöðum, samanbrotnum að endilöngu. Slíðurhimnan örstutt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin í stuttum (1,5–2 sm), langegglaga, þéttum, axleitum punti. Smáöxin tvíblóma. Axagnir 4–5 mm langar, himnukenndar, glærar með dökkri broddyddri miðtaug. Neðri blómögn breið, fimm- til sjötauga, bláfjólublá ofan til og myndar miðtaugin stuttan bláan brodd upp úr smáaxinu (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Greinileg fækkun fundarstaða hefur verið skráð á suðvestanverðu landinu undanfarin ár en það ásamt ofangreindum ástæðum eru ástæður þess að blátoppa flokkast sem tegund í nokkurri hættu.

Viðmið IUCN: B1, 2ab(ii,iii,iv)

B1. Útbreiðsla áætluð minni en 100 km2

B2. Dvalar- eða vaxtarsvæði áætlað minna en 10 km2 og mat bendir til:
a. Útbreiðsla stofns er mjög slitrótt.
b. Stofn hefur sífellt minnkað samkvæmt athugun, ályktun eða áætlun eftirfarandi þriggja þátta;
(ii) dvalar- eða vaxtarsvæðis,
(iii) stærðar, umfangs og/eða gæða búsvæðis,
(iv) fjölda fundarstaða eða undirstofna.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Blátoppa er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Blátoppa er á válista í hættuflokknum VU (í yfirvofandi hættu).

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Ríki (Kingdom)
Plöntur (Plantae)
Fylking (Phylum)
Æðplöntur (Tracheophyta)
Flokkur (Class)
Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ætt (Family)
Körfublómaætt (Asteraceae)
Tegund (Species)
Blátoppa (Sesleria albicans)