Hjartafífill (Crepis paludosa)

Útbreiðsla

Sjaldgæfur, hefur aðeins fundist í útsveitum beggja megin Eyjafjarðar. Hann er nokkuð víða á því svæði, bæði á Siglufirði, í Héðinsfirði og Ólafsfirði og einnig á Látraströnd og í Fjörðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Hann vex einkum á mjög snjóþungum stöðum, einkum í krikum undir börðum eða gilbrekkum.

Lýsing

Hávaxinn fífill (40–70 sm) með blöðóttum stöngli með gulum blómkörfum í toppinn. Blómgast í ágúst.

Blað

Stöngull blöðóttur. Blaðkan ljósgræn, tennt, hjartalaga, greipfætt (Lid og Lid 2005).

Blóm

Margar körfur á löngum leggjum í hálfsveip, um 3 sm breiðar. Krónublöð gul. Reifablöð striklaga með svört kirtilhár. Reifablöðin í tveim krönsum (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldin ljósgul með tíu rifjum. Svifhárakrans gráhvítur (Lid og Lid 2005).

Greining

Hann minnir nokkuð á suma undafífla.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Hann vex einkum á mjög snjóþungum stöðum, einkum í krikum undir börðum eða gilbrekkum.

Biota

Tegund (Species)
Hjartafífill (Crepis paludosa)