Hagabrúða (Valeriana sambucifolia)

Útbreiðsla

Útbreiðsla er illa þekkt.

Vistgerðir

Rakir skógar og engi, mýrajaðrar og vatnsbakkar (Lid og Lid 2005).

Lýsing

Hávaxin planta (50–150 sm) með dökkgræn, deild blöð og mörg, lítil, ljósbleik blóm í sveipum.

Blað

Oftast bæði ofan- og neðanjarðarstönglar. Stöngull oftast með þrjú til níu blaðpör. Bæði stofn- og stöngulblöð hafa eitt endasmáblað sem er nokkuð stærra en hliðarsmáblöðin. Stundum finnast plöntur með ódeild eða fádeild blöð (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blóm í sveipum, hvít eða fölbleik. Krónupípan 4–8 mm djúp (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldin 4–5 mm langt (Lid og Lid 2005).

Válistaflokkun

DD (vantar gögn)

ÍslandHeimsválisti
DD NE

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Hagabrúða er á válista í hættuflokknum DD (upplýsingar ófullnægjandi).

Válisti 1996: Hagabrúða er á válista í hættuflokknum DD (upplýsingar ófullnægjandi).

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Rakir skógar og engi, mýrajaðrar og vatnsbakkar (Lid og Lid 2005).

Biota

Tegund (Species)
Hagabrúða (Valeriana sambucifolia)