Fjallkrækill (Sagina caespitosa)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæf á Íslandi, finnst einkum frá fjöllunum umhverfis Fnjóskadal og austur undir Langanes (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Fjallamelar. Flög eða flagkenndir móar, venjulega uppi á flötum fjallanna eða uppi á hæðum og bungum, einkum þar sem deigur jarðvegur er (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Smávaxin jurt með hvítum fimmdeildum blómum.

Blað

Vex oftast í þyrpingum eða myndar smáþúfur (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Fjallkrækillinn er með hvít, fimmdeild blóm. Blómstönglar stuttir (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst snækrækli en ólíkt honum myndar fjallkrækill örsmáar þúfur.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Súrsmæra flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem stofninn er talinn lítill og telji færri en 1000 fullþroska einstaklinga auk þess sem stöðug fækkun hefur verið greind undanfarin ár.

Viðmið IUCN: C2a(i)

C. Stofn talinn minni en 250 fullþroska einstaklingar og:C2. Fullþroska einstaklingum hefur fækkað samfellt samkvæmt athugun, áætlun eða ályktun OG:(a) Stofngerð þannig að;(i) enginn undirstofn sé talinn stærri en 50 fullþroska einstaklingar.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Fjallkrækill er á válista í hættuflokknum VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Fjallkrækill er á válista í hættuflokknum LR (í nokkurri hættu).

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Fjallamelar. Flög eða flagkenndir móar, venjulega uppi á flötum fjallanna eða uppi á hæðum og bungum, einkum þar sem deigur jarðvegur er (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Fjallkrækill (Sagina caespitosa)