Vatnsögn (Tillaea aquatica)

Útbreiðsla

Afar sjaldgæf (Hörður Kristinsson 1998).

Vistgerðir

Vex aðeins við jarðhita (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Örsmá vatnajurt (1–5 sm) með striklaga, gagnstæð blöð og rauðleit, fjórdeild blóm.

Blað

Blöðin gagnstæð, striklaga, hvassydd (Hörður Kristinsson 1998). Stönglar greinóttir (Lid og Lid 2005).

Blóm

Fjórdeild, rauðleit blóm í blaðöxlum. Fjórar frævur (Lid og Lid 2005).

Válistaflokkun

CR (tegund í bráðri hættu)

ÍslandHeimsválisti
CR NE

Forsendur flokkunar

Vatnsögn hefur fundist á þremur jarðhitasvæðum á sunnanverðu landinu en virðist horfin af einu þeirra og í greinilegri afturför á öðru.

Viðmið IUCN: B1; B2b(ii,v)

B1. Útbreiðsla áætluð minni en 100 km2.B2. Dvalar- eða vaxtarsvæði áætlað minna en 10 km2 og mat bendir til að:a. Útbreiðsla stofns er mjög slitrótt eða takmörkuð við aðeins einn stað.b. Stofn hefur sífellt minnkað samkvæmt athugun, ályktun eða áætlun eftirfarandi þátta;(ii) dvalar- eða vaxtarsvæðis,(v) fjölda fullþroska einstaklinga.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Vatnsögn er á válista í hættuflokki CR (í bráðri hættu).

Válisti 1996: Vatnsögn er á válista í hættuflokki CR (í bráðri hættu).

Verndun

Vatnsögn er friðuð samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Vex aðeins við jarðhita (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Vatnsögn (Tillaea aquatica)