Rauðberjalyng (Vaccinium vitis-idaea)

Útbreiðsla

Mjög sjaldgæft á Íslandi, þótt það sé með algengasta berjalynginu í Noregi og Svíþjóð (Sæ: tyttebær). Heimkynni rauðberjalyngsins á Íslandi eru á Austfjörðum en einnig vex það á þrem stöðum í Öxarfirði. Á síðari árum hefur það einnig fundist í Þrastarskógi og í furulundinum við Rauðavatn og gæti það á báðum þeim stöðum verið aðflutt með skógrækt (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Lyngmóar, birkiskógur.

Lýsing

Lágvaxinn runni (5–30 sm) með stinn, gulgræn blöð og hvít eða bleikleit blóm sem þroskast í rauð, safarík ber.

Blað

Blöðin sígræn, jaðrar ofurlítið tenntir og áberandi niðurorpnir (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Blóm

Blóm yfirsætin og drúpandi (Lid og Lid 2005).

Aldin

Rauð ber, safarík og æt (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Það líkist nokkuð sortulyngi en blöðin eru oftast gulgrænni, ofurlítið tennt, þynnri en á sortulyngi og með niðurorpnum röndum. Berin eru rauð og safarík.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU LC

Forsendur flokkunar

Rauðberjalyng flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 10 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Rauðberjalyng er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Rauðberjalyng er ekki á válista.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Ríki (Kingdom)
Plöntur (Plantae)
Fylking (Phylum)
Æðplöntur (Tracheophyta)
Flokkur (Class)
Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ætt (Family)
Lyngætt (Ericaceae)
Tegund (Species)
Rauðberjalyng (Vaccinium vitis-idaea)