Grænvöndur (Gentianella amarella)

Útbreiðsla

Nokkuð algengur víða um land en síst á hálendinu (Hörður Kristinsson 1998).

Vistgerðir

Þurrar, grónar grundir, brekkur og grasmóar (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá planta (8–25 sm) með hvítum, pípulaga blómum. Blómstrar í ágúst.

Blað

Einær jurt. Blöðin gagnstæð, lensulaga eða egglensulaga, 1,5–2 sm á lengd, stöngullinn oftast rauðblámengaður, strendur. Öll plantan hárlaus (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blóm út úr blaðöxlunum. Krónan pípulaga, fimmdeild, 1,5–2 sm á lengd og 4–5 mm á breidd, skert niður í fjórðung. Krónublöðin gulgræn eða grænhvít, með þráðlaga, hvíta ginleppa að innanverðu við opið á krónupípunni. Bikarinn oft um helmingi styttri en krónan, skertur niður fyrir miðju, fliparnir odddregnir, afar mislangir, grænir (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst maríuvendi en grænvöndur þekkist best á bikarnum sem hefur fimm granna flipa, oftast einnig á blómalitnum þótt þar geti brugðið út af venju því sumir maríuvendir eru með ljós eða jafnvel hvít blóm.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Þurrar, grónar grundir, brekkur og grasmóar (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Grænvöndur (Gentianella amarella)