
Útbreiðsla
Algengur um allt land en síður inni á hálendinu (Hörður Kristinsson 1998).Vistgerðir
Vex á þurrum grasbölum, grónum melbrekkum, gilkinnungum og snöggu mólendi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).Lýsing
Fremur lágvaxin planta (8–12 sm) með allmörgum fjólubláum blómum saman í hnapp. Blómgast í júní–júlí.
BlaðStönglarnir oft mikið greindir neðan til, skarpstrendir eða vængjaðir, hárlausir. Laufblöðin heilrend, egglaga, odddregin í endann en niðurbreið (Hörður Kristinsson 1998).
BlómBlómin eru oftast allmörg saman í hnapp, rétt ofan við fjögur allstór laufblöð. Krónan tiltölulega lítil, 4–5 mm í þvermál og 7–8 mm á lengd, fölfjólublá í efri enda, oft grænhvít neðan til. Krónuflipar oftast fjórir (eða fimm), odddregnir, engir ginleppar að innanverðu. Bikarfliparnir lítið styttri, mjóir (1 mm), misstórir. Fjórir fræflar, ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).
GreiningLíkist maríuvendlingi en gullvöndurinn hefur ljósari, fjólubláleitari blóm með styttri krónpípu og standa þau gjarnan mörg saman í þyrpingu. Getur einnig minnt á grænvönd.
Útbreiðslukort

Höfundur
Hörður Kristinsson 2007
Vex á þurrum grasbölum, grónum melbrekkum, gilkinnungum og snöggu mólendi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).Biota
- Tegund (Species)
- Gullvöndur (Gentianella aurea)