Hveraaugnfró (Euphrasia calida)

Útbreiðsla

Hefur aðeins fundist á nokkrum jarðhitasvæðum sunnan- og vestanlands. Líklega einlend tegund.

Búsvæði

Jarðhitasvæði, við hveri.

Lýsing

Hávaxnari en aðrar íslenskar augnfrór, stöngull er uppréttur og verður allt að 20 cm hár. Greinar eru bogsveigðar-uppréttar eða uppsveigðar.

Blað

Lauf eru smá, fölgræn og stöku sinnum brún- eða purpuralit.

Blóm

Blómin eru oftast hvít og mynda (3°–) 4°–9°horn við plöntuna/stilkinn.

Válistaflokkun

DD (vantar gögn)

ÍslandHeimsválisti
DD NE

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Hveraaugnfró er á válista í hættuflokki DD (upplýsingar ófullnægjandi).

Válisti 1996: KHveraaugnfró er á válista í hættuflokki EN (í hættu).

Verndun

Hveraaugnfró er friðuð samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Ríki (Kingdom)
Plöntur (Plantae)
Fylking (Phylum)
Æðplöntur (Tracheophyta)
Flokkur (Class)
Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ætt (Family)
Sníkjujurtaætt (Orobanchaceae)
Tegund (Species)
Hveraaugnfró (Euphrasia calida)