Flæðalófótur (Hippuris tetraphylla)

Útbreiðsla

Fræin berast með fuglum og vatni (Lid og Lid 2005).

Vistgerðir

Sjávarflæðatjarnir.

Lýsing

Fremur stórvaxin vatnajurt (10–40 sm) með blöðin í krönsum, blómin mjög lítið áberandi.

Blað

Blöðin 2–5 mm breið og standa fjögur til sex saman í kransi (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin örsmá, standa einstök í blaðöxlunum, tvíkynja, yfirsætin. Blómhlífin einföld, myndar aðeins fjóra smásepa sem standa út úr frævunni ofanverðri. Ein fræva og einn fræfill í hverju blómi. Vindfrævuð (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hnetur (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist lófæti og er stundum talinn afbrigði þeirrar tegundar. Hann er heldur lágvaxnari og hefur breiðari blöð (2–5 mm) sem standa aðeins fjögur til sex saman í kransi. Hann vex eingöngu á sjávarflæðum eða í síkjum út frá þeim.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU LC

Forsendur flokkunar

Flæðalófótur flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 16 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Flæðalófótur er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Flæðalófótur er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Sjávarflæðatjarnir.

Biota

Tegund (Species)
Flæðalófótur (Hippuris tetraphylla)