Blóðmura (Potentilla erecta)

Útbreiðsla

Mjög sjaldgæf (Hörður Kristinsson 1998).

Almennt

Einnig nefnd blóðrót.

Lýsing

Fremur lágvaxin planta (10–30 sm) með granna upprétta stöngla og gul, fjórdeild blóm.

Blað

Blöðin fimmskipt (Hörður Kristinsson 1998). Jarðstöngull þykkur. Blaðhvirfing visnar oftast þegar kemur undir blómgun. Stönglar grannir og uppréttir. Stöngulblöð stór, stilklaus. Eyrblöðin stór og tennt (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómin fjórdeild, krónublöð gul. Utanbikar til staðar (Hörður Kristinsson 1998). Krónublöð lítið eitt lengri en bikarblöðin (Lid og Lid 2005).

Greining

Hefur svipuð fimmskipt blöð og gullmura en þekkist á fjórdeildum, gulum blómum með utanbikar (Hörður Kristinsson 1998).

Verndun

Blóðmura er friðuð samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda. Hún er þó ekki á válista.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Blóðmura (Potentilla erecta)