Þrenningarmaðra (Galium trifidum)

Útbreiðsla

Hún er fremur sjaldgæf og oft er mjög lítið af henni á hverjum vaxtarstað (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Vex í votlendi eða mýrum, oft sem undirgróður innan um mosa undir hávaxinni stör (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Mjög smávaxin planta (3–10 sm) með þrjú til fjögur laufblöð í hverjum kransi. Blómstrar hvítum blómum í júlí.

Blað

Blöðin í fjórblaða krönsum, lensulaga, mjósporbaugótt eða öfugegglaga, frambreið og snubbótt í endann. Stöngullinn strendur (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin fá saman, 1,5–2 mm í þvermál. Krónan samblaða, klofin í þrjá flipa. Bikarinn hárlaus. Fræflar þrír, ein fræva með klofnum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðþekkt frá öðrum möðrum, m.a. á þrídeildum blómum.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Vex í votlendi eða mýrum, oft sem undirgróður innan um mosa undir hávaxinni stör (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Þrenningarmaðra (Galium trifidum)