Þrenningarmaðra (Galium trifidum)

Útbreiðsla

Hún er fremur sjaldgæf og oft er mjög lítið af henni á hverjum vaxtarstað. Allir eru fundarstaðir hennar á láglendi eru neðan 300 m.

Búsvæði

Vex í votlendi eða mýrum, oft sem undirgróður innan um mosa undir hávaxinni stör.

Lýsing

Fjölær, mjög smávaxin planta (3–10 sm) með þrjú til fjögur laufblöð í hverjum kransi. Blómstrar hvítum blómum í júlí.

Blað

Blöðin í fjórblaða krönsum, lensulaga, mjósporbaugótt eða öfugegglaga, frambreið og snubbótt í endann. Stöngullinn strendur (Hörður Kristinsson 2010).

Blóm

Blómin fá saman, 1,5–2 mm í þvermál. Krónan samblaða, klofin í þrjá flipa. Bikarinn hárlaus. Fræflar þrír, ein fræva með klofnum stíl (Hörður Kristinsson 2010).

Greining

Auðþekkt frá öðrum möðrum, m.a. á þrídeildum blómum.

Útbreiðslukort

Myndir

Heimildir

Hörður Kristinsson er höfundur staðreyndasíðna Náttúrufræðistofnunar um æðplöntur. Þær eru að megin uppistöðu byggðar á vef hans floraislands.is sem er eingöngu hægt að skoða á www.vefsafn.is . Allar upplýsingar af floraislands.is eru birtar á staðreyndasíðum Náttúrufræðistofnunar.

Hörður Kristinsson. 2008. Íslenskt plöntutal: Blómplöntur og byrkningar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 51. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík. https://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_51.pdf

Hörður Kristinsson og Sigurður Valur Sigurðsson. 2010. Íslenska plöntuhandbókin: blómplöntur og byrkningar (3. útgáfa, aukin og endurbætt). Mál og menning, Reykjavík.

Paweł Wąsowicz. 2020. Annotated checklist of vascular plants of Iceland. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 57. Náttúrufræðistofnun Íslands, Garðabær. https://utgafa.ni.is/fjolrit/Fjolrit_57.pdf

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, 2010

Ríki (Kingdom)
Plöntur (Plantae)
Fylking (Phylum)
Æðplöntur (Tracheophyta)
Flokkur (Class)
Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ætt (Family)
Möðruætt (Rubiaceae)
Tegund (Species)
Þrenningarmaðra (Galium trifidum)