Blæösp (Populus tremula)

Útbreiðsla

Vex villt á örfáum stöðum á landinu, á Norður- og Austurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Tegundin þolir illa mikla beit og hefur nær verið útrýmt á meðan allt landið var nýtt til stöðugrar beitar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Móar og kjarrlendi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lítið tré eða runni, allt að 6 m hátt. Laufblöðin eru tennt og svo gott sem kringlótt.

Blað

Trénaðir stönglar, oft skriðulir eða jarðlægir. Fjölgar sér með rótarskotum. Blöðin stilkuð. Blaðkan kringlótt eða egglaga, stundum aðeins odddregin í endann, tennt, oftast 2–6 sm í þvermál, fagurgræn ofan en grádöggvuð á neðra borði, nær hárlaus nema helst neðan til á blaðstrengjum. Stilkar og ungar greinar hærðar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómstrar ekki hér á landi svo vitað sé (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU LC

Forsendur flokkunar

Blæösp flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 10 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Blæösp er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Blæösp er ekki á válista.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Ríki (Kingdom)
Plöntur (Plantae)
Fylking (Phylum)
Æðplöntur (Tracheophyta)
Flokkur (Class)
Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ætt (Family)
Víðisætt (Salicaceae)
Tegund (Species)
Blæösp (Populus tremula)