Bergsteinbrjótur (Saxifraga paniculata)

Útbreiðsla

Bergsteinbrjótur er með sjaldgæfari steinbrjótum landsins. Hann er algengastur norðantil á Austfjörðum, einkum frá Borgarfirði suður í Breiðdalsvík en er þó mun sjaldgæfari en frænka hans, klettafrúin. Hann finnst einnig á nokkrum stöðum á Vesturlandi, einkum frá Leirársveit norður í Borgarfjörð. Örfáir staðir eru einnig þekktir um Snæfellsnes og Vestfirði og í Vatnsdal og Siglufirði á Norðurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Klettaskorur, gljúfurveggir og hamrabelti (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur lágvaxin planta (10–18 sm) með aflöng blöð í stofnhvirfingu og hvíta blómklasa. Blöðin alsett hvítum kalktönnum. Blómgast í júlí.

Blað

Stöngullinn kirtilhærður með stakstæðum, um 5 mm löngum blöðum. Stofnblöðin þétt saman í hvirfingu, tungulaga, 7–15 mm löng og um 5 mm breið. Blaðrendurnar þétt settar hvítum kalktönnum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Nokkur blóm standa saman í stuttum klasa efst á stöngli, blómin hvít, fimmdeild, um 1 sm í þvermál. Krónublöðin snubbótt í endann, bikarinn stuttur. Fræflar tíu, ein klofin fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist klettafrú en blómskipanir hans eru minna greindar og blöðin í stofnhvirfingunni eru minni, einkum mjórri.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Klettaskorur, gljúfurveggir og hamrabelti (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Bergsteinbrjótur (Saxifraga paniculata)