Hreistursteinbrjótur (Saxifraga foliolosa)

Útbreiðsla

Einn sjaldgæfasti steinbrjótur landsins. Hann vex aðeins til fjalla, oftast í 800–1200 m hæð. Hann finnst aðeins á nokkrum fjöllum á svæðinu frá Skagafirði austur í Þingeyjarsýslu á Miðnorðurlandi. Á nokkru svæði umhverfis Öxnadalinn og Öxnadalsheiði má heita að hann sé á hverju fjalli en þó á mjög takmörkuðum blettum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Lindaseytlur eða neðan bráðnandi skafla, meot ofan 900 m y.s.

Lýsing

Lágvaxin jurt (3–12 sm) með græna blaðhvirfingu og greinda blómskipan en blómgast venjulega ekki heldur myndar æxliknappa.

Blað

Blaðhvirfingarblöðin græn, tennt yst, svo gott sem hárlaus (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómgast venjulega ekki en hefur þyrpingu af dökkmóleitum æxlikornum á enda blómleggjanna (Hörður Kristinsson 1998). Blómstilkur greindur, miðstilkurinn lengri en þeir til hliðanna (Lid og Lid 2005).

Aldin

Myndar þyrpingu dökkmóleitra æxlikorna á enda blómleggjanna (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist stjörnusteinbrjót en vex aðeins hátt til fjalla og blómgast venjulega ekki. Blöðin eru svipuð og á stjörnusteinbrjóti en þó heldur mjórri (Hörður Kristinsson 1998).

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Hreistursteinbrjótur flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, þ.e. minna en 20 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Hreistursteinbrjótur er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Hreistursteinbrjótur er á válista í hættuflokki LR (í nokkurri hættu).

Verndun

Hreistursteinbrjótur er friðaður samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Lindaseytlur eða neðan bráðnandi skafla, meot ofan 900 m y.s.

Biota

Tegund (Species)
Hreistursteinbrjótur (Saxifraga foliolosa)