Skógfjóla (Viola riviniana)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæf á Íslandi. Hún er mest á fjórum svæðum, á Reykjanesskaga, Snæfellsnesi, Flateyjarskaga og nyrst á Austfjörðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Hún vex einkum í grasbrekkum og grónum bollum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Lágvaxin jurt (10–20 sm) með hjartalaga blöðum, gishærðum á efra borði og fjólubláum blómum.

Blað

Jarðstöngull uppréttur, dökkur, með för eftir mörg blöð. Stór blaðhvirfing og stönglar með blöðum og blómum. Blöð og stönglar visna með haustinu. Blöð þunn, hjartalaga, álíka löng og breið með stutt, gisin hár á efra borði. Eyrblöðin smá og langspísslaga með þunn, oft nær þráðlaga tennur sem standa nær útrétt, visna snemma (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómin stór. Krónublöð bláfjólublá. Sporinn hvítur eða stundum dökkfjólublár, nokkuð uppsveigður og oftast þver í endann (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldinið er þrístrent hýðisaldin eins og á hinum fjólunum og opnast með því að klofna í þrennt (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Hún líkist týsfjólu en þekkist á stuttum, hjartalaga laufblöðum. Eins er sporinn mjórri í endann og bláleitari á skógfjólu en týsfjólu.

Válistaflokkun

Skógfjóla er friðuð samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978, um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda. Hún er þó ekki á válista.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Hún vex einkum í grasbrekkum og grónum bollum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Skógfjóla (Viola riviniana)