Klettaburkni (Asplenium viride)

Útbreiðsla

Mjög sjaldgæfur, hefur fundist á fremur fáum stöðum á austanverðu landinu frá Höfuðreiðarmúla við Reykjaheiði í norðri til Fagurhólsmýrar í suðri. Til skamms tíma var aðeins vitað um klettaburknann á nokkrum stöðum suðaustanlands en síðan fannst hann á fáeinum stöðum norðanlands, sumir þessara staða fóru undir hraun í Leirhnjúksgosinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Klettaskorur (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxinn burkni (8–12 sm) með fjöðruð blöð og bogtennt smáblöð.

Blað

Blöðkurnar einfjaðraðar, 4–10 sm á lengd og 7–12 mm á breidd. Hliðarsmáblöðin skakktígullaga, egglaga eða nær kringlótt. Blaðstilkarnir brúnir neðan til, grænir efst líkt og miðstrengur blaðsins (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Tveir til fimm smáir gróblettir neðan á hverju smáblaði. Til hliðar við yngstu gróblettina má greina himnukennda gróhulu sem hverfur við þroskun (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist svartburkna en klettaburkninn þekkist best frá honum á grænum miðstreng blaðsins, á svartburkna er hann svartur eða dökkbrúnn. Getur einnig minnt á liðfætlu en ólíkt henni er klettaburkninn hárlaus (Hörður Kristinsson 1998).

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Klettaburkni flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem stofninn er talinn lítill og telji færri en 1000 fullþroska einstaklinga auk þess sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 10 km2.

Viðmið IUCN: D1, 2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D1. Number of mature individualsD2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Klettaburkni er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Klettaburkni er á válista í hættuflokki LR (í nokkurri hættu).

Verndun

Klettaburkni er friðaður samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Klettaskorur (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Klettaburkni (Asplenium viride)