Tunguskollakambur (Struthiopteris spicant var. fallax)

Válistaflokkun

EN (tegund í hættu)

ÍslandHeimsválisti
EN NE

Forsendur flokkunar

Tunguskollakambur er sérstakt afbrigði af skollakambi sem einungis hefur fundist hér á landi. Vex tunguskollakambur einungis við jarðhita og hefur hann fundist á tveimur stöðum á landinu. Árið 2016 fannst tunguskollakambur einungis á öðrum staðnum þrátt fyrir að hans væri leitað á báðum þekktu fundarstöðunum.

Viðmið IUCN: D

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Tunguskollakambur er á válista í hættuflokki EN (í hættu).

Válisti 1996: Tunguskollakambur er á válista í hættuflokki EN (í hættu).

Höfundur

Starri Heiðmarsson júní 2018

Ríki (Kingdom)
Plöntur (Plantae)
Fylking (Phylum)
Æðplöntur (Tracheophyta)
Flokkur (Class)
Burknar (Polypodiopsida)
Ætt (Family)
Skollakambsætt (Blechnaceae)
Tegund (Species)
Tunguskollakambur (Struthiopteris spicant var. fallax)