Mánajurt (Botrychium boreale)

Útbreiðsla

Sjaldgæf (Hörður Kristinsson 1998).

Vistgerðir

Graslendi eða grasmóar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin jurt (6–15 sm) með einu, fjaðurskiptu blaði og klasa af gróhirslum (Hörður Kristinsson 1998).

Blað

Örstuttur, uppréttur jarðstöngull með einu blaði sem ofan til greinist í tvo hluta, gróbæran hluta með klasa af gróhirslum og blaðkenndan hluta með fjaðurskiptri blöðku. Blaðkan 2–5 sm á lengd með tígullaga, skertum smáblöðum með snubbóttum flipum, þau neðstu um 1–1,5 sm á lengd og breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróhirslurnar hnöttóttar, um 1 mm í þvermál, opnast með rifu þvert yfir kollinn (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst lensutungljurt en hún er með lengri og reglulega fjaðursepótt smáblöð. Það er ekki alltaf auðvelt að greina þessar tvær tegundir að (Hörður Kristinsson 1998).

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Viðmið IUCN: D1

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D1. Number of mature individuals.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Mánajurt er ekki á válista en í hættuflokki NT (í nokkurri hættu).

Válisti 1996: Mánajurt er ekki á válista.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Graslendi eða grasmóar (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Mánajurt (Botrychium boreale)