Naðurtunga (Ophioglossum azoricum)

Útbreiðsla

Sjaldgæf jurt á Íslandi, vex eingöngu þar sem jarðhiti er (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Jarðhitasvæði.

Lýsing

Lágvaxin jurt (3–10 sm) með heilrend, netstrengjótt blöð og einhliða gróaxi.

Blað

Upp af örstuttum, uppréttum jarðstöngli koma eitt til þrjú blöð, djúpklofin ofan frá í laublaðkenndan og gróbæran hluta. Blaðkan lensulaga eða oddbaugótt, heilrend, netstrengjótt, 2–4 sm löng og 5–15 mm breið (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróbæri blaðhlutinn með einu, einhliða gróaxi, um 10–15 mm á lengd. Gróhirslur þétt saman í tveim röðum efitr endilöngu axinu (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Naðurtunga flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 5 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Naðurtunga er á válista í hættuflokknum VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Naðurtunga er á válista í hættuflokknum LR (í nokkurri hættu).

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Jarðhitasvæði.

Biota

Tegund (Species)
Naðurtunga (Ophioglossum azoricum)