Renglutungljurt (Botrychium simplex)

Útbreiðsla

Þetta er sjaldgæf tegund sem stundum vex við jarðhita eins og í Jarðbaðshólum og Bjarnarflagi í Mývatnssveit en vex einnig í köldum, sendnum jarðvegi einkum við suðausturströnd landsins (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Vex stundum við jarðhita en einnig í köldum, sendnum jarðvegi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Smávaxin jurt með einu, fjaðurskiptu blaði og klasa af gróhirslum.

Blað

Grólausi blaðhlutinn er oftast stilkstuttur og festur alveg niðri við jörð. Smáblöðin eru einföld, oft nokkuð hrokkin á röndunum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Blóm

Gróbæri blaðhlutinn á grönnum, allöngum stilk (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Afbrigði

Hér á landi hefur einnig nýlega fundist sjaldgæft afbrigði dvergtungljurtar, Botrychium simplex var. tenebrosum („renglutungljurt“). Á því er grólausi blaðhlutinn festur mjög ofarlega á stönglinum og oft ber hann einnig örfáar gróhirslur. Rannsóknir eiga eftir að skera úr um hvort þetta afbrigði sé í raun sjálfstæð tegund fremur en afbrigði dvergtungljurtar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Válistaflokkun

Dvergtungljurt er friðuð samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978, um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda. Hún er þó ekki á válista.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Vex stundum við jarðhita en einnig í köldum, sendnum jarðvegi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Renglutungljurt (Botrychium simplex)