Bjöllur (Coleoptera)

Almennt

Bjöllur skiptast í fjóra undirættbálka; Adephaga, Archostemata, Myxophaga og Polyphaga. Þær eru mjög fjölbreytilegar bæði að stærð og gerð. Sumar eru agnarsmáar, aðrar með stærstu skordýrum. Þær Flestar bjöllur hafa mjög harða skel og margar hverjar eru litskrúðugar. Fálmarar mjög breytilegir, munnlimir oftast sterkir bitkjálkar. Fyrsti liður frambols stór og hreyfanlegur en aftari liðir samvaxnir afturbol. Að grunni til hafa bjöllur tvö pör vængja. Aftara parið er notað til flugs en þegar flugvængirnir eru ekki í notkun eru þeir brotnir saman og geymdir undir fremri vængjunum sem eru ummyndaðir í harða skel, svokallaða skjaldvængi. Margar bjöllur hafa misst flugvængina. Bjöllur eru tegundaríkasti ættbálkur ekki bara dýra heldur allra lífvera. Í heiminum eru um 400.000 tegundir þekktar. Í Evrópu finnast 144 ættir, langflestar undir Polyphaga, 44 hafa fundist á Íslandi, alls 197 innlendar tegundir, ýmist í náttúrunni eða húsum (ein í jarðlögum), og 108 tegundir slæðinga með varningi hafa verið nafngreindar. Margar að auki bíða nafngreiningar.

Höfundur

Erling Ólafsson 16. nóvember 2015

Biota