Brenninetla (Urtica dioica)

Útbreiðsla

Innflutt tegund sem eingöngu vex við bæi eða eyðibýli. Hún vex venjulega í þéttum breiðum sem geta haldið velli lengi á sama stað. Hún hefur brennihár sem eru stökk og brotna ef komið er við þau. Brotstúfurinn stingst auðveldlega gegnum húð ef jurtin er snert og kemst þá safi hársins inn undir húðina og svíður undan vökvanum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Slæðingur eða ræktuð (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Hávaxin planta (40–120 sm) með brennihár um alla plöntuna, blómstrar örsmáum, einkynja blómum í hnúskóttum blómskipunum. Blómgast í júlí.

Blað

Stöngullinn ferstrendur. Blöðin gagnstæð, 5–10 sm löng og 1,5–6 sm breið, stilkuð. Blaðkan með gisstæðum brennihárum, hjartalaga eða egglaga, gróftennt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin örsmá, einkynja, í samsettum, hnúskóttum blómskipunum í blaðöxlunum. Blómhlífarblöðin fjögur, um 1 mm á lengd, grágræn. Fjórir fræflar í karlblómunum en ein fræva í kvenblómunum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist smánetlu sem er minni og vex einkum í fjörum og görðum. Smánetla er með tvíkynja blóm og minni og kringlóttari blöð.

Útbreiðslukort

Myndir

Author

Hörður Kristinsson 2007

Slæðingur eða ræktuð (Hörður Kristinsson 1998).

Biota