Álftanes–Skerjafjörður

FG-V 2

Hnit – Coordinates: N64,12176, V21,99417
Sveitarfélag – Municipality: Garðabær, Kópavogsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes
IBA-viðmið – Category: A41, B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 3.300 ha

Þetta svæði nær yfir fjörur og grunnsævi frá sunnan­verðu Álftanesi að Gróttu á Seltjarnarnesi. Einnig Bessastaðanes og ysta hluta Seltjarnarness. Mikið er af lífríkum sjávartjörnum og fjörum á þessu svæði, þar á meðal leirur og sjávarfitjar.

Fuglalíf er fjölskrúðugt árið um kring (Kristbjörn Egilsson o.fl. 2004, Jóhann Óli Hilmarsson 2015, Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson 2015). Þarna eru mikilvægir viðkomustaðir fargesta og nær margæs (2.473 fuglar) alþjóðlegum verndarviðmiðum. Mikið æðarvarp er á Álftanesi og nær fjöldinn líklega verndarviðmiðum (um 3.000 pör). Hið sama á við um grágæs á fjaðrafellitíma (1.200 fuglar) og sendling að vetri (700 fuglar). Fjöldi annarra tegunda dvelur þarna á vetrum; þúsundir æðarfugla og hundruð gráanda, hávellna, dílaskarfa, tjalda og máfa (Náttúrufræðistofnun, vetrarfuglatalningar). Einnig verpa þúsundir kría á svæðinu og er stærsta varpið að finna á Seltjarnarnesi en þar hefur fjöldinn náð 4.550 pörum (Jóhann Óli Hilmarsson 2015). Þá er stórt sílamáfsvarp á Álftanesi (1.000 pör).

Allt þetta svæði er á náttúruminjaskrá og IBA-skrá og hluti þess hefur verið friðaður: Skerjafjörður innan marka Kópavogs og Garðabæjar fyrir sameiningu við Bessastaðahrepp (búsvæðavernd), Bakkatjörn og Grótta á Seltjarnarnesi og Kasthúsa­tjörn og nálæg fjörusvæði (friðland) og Hlið ásamt fjörum (fólkvangur).

Helstu fuglategundir á svæðinu Álftanes–Skerjafjörður – Key bird species in Álftanes–Skerjafjörður

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Grágæs1 Anser anser Fellir–Moult 1.200 2014 1,3 B1i
Margæs2 Branta bernicla Far–Passage 2.473 1990–2010 8,8 A4i, B1i
Æður3 Somateria mollissima Varp–Breeding *3.000 1999 1,0 B1i, B2
Sílamáfur4 Larus fuscus Varp–Breeding *1.000 2004 2,2  
Sendlingur5 Calidris maritima Vetur–Winter 700 1974 1,4 A4i, B1i
*Pör: – Pairs.
1Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson 2015. Fuglalíf á Álftanesi: fuglar í fjörum, á grunnsævi, tjörnum og túnum 2014. Unnið fyrir Garðabæ.
2Guðmundur A. Guðmundsson, óbirt heimild. – Unpublished source.
3Jónas Jónsson, ritstj. 2001. Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi. Rit Æðarræktarfélags Íslands. Reykjavík: Mál og mynd. Árni Snæbjörnsson, óbirt heimild. – Unpublished source.
4Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.

English summary

Álftanes–Skerjafjörður coastal area, SW-Iceland, is an internationally important bird area year round. That includes moulting site for Anser anser (1,200 birds), staging sites for Branta bernicla (2,473 birds), breeding sites for Somateria mollissima (c. 3,000 pairs), and wintering sites for Calidris maritima (700 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Jóhann Óli Hilmarsson 2015. Varpfuglar á Seltjarnarnesi árið 2015. Unnið fyrir umhverfisnefnd Seltjarnarness.

Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson 2015. Fuglalíf á Álftanesi: fuglar í fjörum, á grunnsævi, tjörnum og túnum 2014. Unnið fyrir Garðabæ.

Kristbjörn Egilsson, Guðmundur Guðjónsson og Guðmundur A. Guðmundsson 2004. Gróður og fuglalíf á Álftanesi. Náttúrufræðistofnun Íslands, NI-04012. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Náttúrufræðistofnun Íslands, vetrarfuglatalningar IINH, mid-winter counts.