Andakíll

FG-V 9

Hnit – Coordinates: N64,55334, V21,79798
Sveitarfélag – Municipality: Borgarbyggð, Skorradalshreppur
IBA-viðmið – Category: B1i
Stærð svæðis – Area: um 3.086 ha

Andakíll er hér notað yfir austanverða ósa Hvítár og ósa Andakílsár í innanverðum Borgarfirði að sunnan; grunnsævi, leirur og flæðiengjar sitt hvorum megin við Kistuhöfða.

Þetta svæði er alþjóðlega mikilvægt fyrir blesgæsir og á fartíma hafa sést allt að 3.500 fuglar samtímis. Álftir í fjaðrafelli hafa einnig náð alþjóðlegum verndarviðmiðum á síðustu árum (530 fuglar). Meðal annarra tegunda sem nýta svæðið á fartíma eru urtönd (1.500 fuglar) og stelkur (allt að 2.500 fuglar). Loks dvelur þar stór hluti hins íslenska og ört vaxandi brandandarstofns.

Svæðið var friðlýst sem búsvæði blesgæsar, fyrst Hvanneyrarjörðin öll árið 2002 en árið 2011 var svæðið stækkað og fékk nafnið Andakíll (Björn Þorsteins­son 2010). Er friðlandið nú einnig eitt af sex Ramsar-svæðum á Íslandi. Það svæði sem hér er til umfjöllunar nær yfir allan ós Andakílsár.

Helstu fuglategundir í Andakíl– Key bird species in Andakíll*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Álft Cygnus cygnus Fellir–Moult 530 2016 1,6 B1i
Blesgæs Anser albifrons flavirostris Far–Passage 3.500 2012 15,9 B1i
*Byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – Unpublished data.

English summary

Andakíll coastal and wetland area, W-Iceland, is an internationally important staging site for Anser albifrons flavirostris (3,500 birds) as well as a moulting site for Cygnus cygnus (530 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Björn Þorsteins­son 2010. Fuglafriðland í Andakíl: nýtt Ramsarsvæði. Fuglar 7: 28–31.