Arnarvatnsheiði

VOT-N 1

Hnit – Coordinates: N64,94580, V20,71435
Sveitarfélag – Municipality: Borgarbyggð, Húnaþing vestra
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 165.200 ha

Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru víðáttumikið og vel gróið heiðaflæmi sem liggur milli Borgarfjarðar og Húnavatnssýslu, 400−600 m y.s. og hækkar eftir því sem austar dregur. Mýrar og flóar eru víða og fjöldi vatna og tjarna. Mikið fuglalíf er á Arnarvatnsheiði og er hún alþjóðlega mikilvægt varpsvæði himbrima (75 óðul) og álftar (639 pör). Álftamergð á fjaðrafellitíma uppfyllir einnig alþjóðleg viðmið (1.236 fuglar). Meðal annarra tegunda sem verpa í talsverðum mæli á svæðinu eru lómur, gróflega áætlað 25 pör eða tæp 2% íslenska stofnsins, duggönd og hávella.

Svæðið er að meginhluta á náttúruminjaskrá og IBA-skrá.

Helstu fuglategundir á Arnarvatnsheiði – Key bird species at Arnarvatnsheiði*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Lómur1 Gavia stellata Varp–Breeding 25 2012 1,7  
Himbrimi Gavia immer Varp–Breeding **75 2016 15,0 A4i, B1i, B2
Álft Cygnus cygnus Varp–Breeding 639 2012 6,1 A4i, B1i
Álft Cygnus cygnus Fellir–Moult ***1.236 2005 4,8 B1i
Duggönd Aythya marila  Varp–Breeding ****61 2012 1,5  
*Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.
**Þekkt óðul. – Known territories.
***Fuglar. – Birds.
****Lágmarkstala. – Absolute minimum.
1Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat. – IINH, rough estimate.

English summary

Arnarvatnsheiði wetland and lake studded plateau, NW-Iceland, is internationally important for Gavia immer (75 territories) and Cygnus cygnus breeding (639 pairs) and moulting (1,236 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer