Breiðamerkursandur–Fagurhólsmýri

VOT-A 5

Hnit – Coordinates: N63,97184, V16,37306
Sveitarfélag – Municipality: Hornafjörður
IBA-viðmið – Category: A4ii, B1i, B1ii
Stærð svæðis – Area: um 23.700 ha

Þetta svæði nær yfir Breiðamerkursand og vestur að Fagurhólsmýri í Öræfum og er að mestu sandar með jökulám og lónum. Gróður hefur vaxið mikið á síðustu öld eftir því sem jöklar hafa hörfað og árnar færst í færri farvegi. Hér er mesta skúmavarp landsins (2.820 pör árið 1985) og einnig er þar aðalvarpsvæði hins ört stækkandi íslenska helsingjastofns (364 pör) og uppfylla báðar tegundir alþjóðleg verndarviðmið. Þá eru á svæðinu þekktir fjaðrafellistaðir grágæsa, 3.000 fuglar árið 1970.

Salthöfði og Salthöfðamýrar voru friðlýstar 1977 og Breiðamerkursandur er bæði á náttúruminjaskrá og IBA-skrá.

Helstu varpfuglar á svæðinu Breiðamerkursandur–Fagurhólsmýri – Key bird species breeding in the area Breiðamerkursandur–Fagurhólsmýri

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Lómur1 Gavia stellata Varp–Breeding 30 2016 2,0  
Grágæs2 Anser anser Fellir–Moult *3.000 1970 5,0 B1i
Helsingi3 Branta leucopsis Varp–Breeding 364 2014 52,0 B1i
Skúmur4 Catharacta skua Varp–Breeding 2.820 1985 52,2 A4ii, B1ii
*Fuglar. – Birds.
1Björn Arnarson, óbirt heimild. – Unpublished source.
2Hálfdán Björnsson 1976. Fuglalíf í Öræfum, A.-Skaft. Náttúrufræðingurinn 46 (1–2): 56–104.
3Jóhann Helgi Stefánsson, Kristín Hermannsdóttir og Snævarr Guðmundsson 2015. Helsingjar í Austur-Skaftafellssýslu: stofnstærð og varpútbreiðsla 2014. Höfn í Hornafirði: Náttúrustofa Suðausturlands.
4Lund-Hansen, L.C. og P. Lange 1991. The numbers and distribution of the Great Skua Stercorarius skua breeding in Iceland 1984–1985. Acta Naturalia Islandica 34: 1–16.

English summary

The outwash plains of Breiðamerkursandur–Fagurhólsmýri, SE-Iceland, host internationally important numbers of breeding Catharacta skua (2,820 pairs) and Branta leucopsis (364 pairs). Moulting Anser anser also met the criteria (3,000 birds in 1970).

Opna í kortasjá – Open in map viewer