Elliðavogur–Grafarvogur
Kortasjá
Opna í kortasjá – Open in map viewer
English summary
The Elliðavogur and nearby Grafarvogur estuaries, SW-Iceland, are internationally important staging sites for Calidris maritima (1,030 birds) as well as wintering Mergus merganser (44 birds).
FG-V 3
Hnit – Coordinates: N64,13033, V21,80267
Sveitarfélag – Municipality: Reykjavíkurborg
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i
Stærð svæðis – Area: um 900 ha

Elliðavogur er í Reykjavík, árós með leiru sem hefur verið fyllt að miklu leyti. Grafarvogur liggur rétt fyrir austan og hefur ytri hluti hans og sameiginlegt mynni voganna einnig verið fyllt, en innri hlutinn er óspillt leira. Grafarvogur er sérstaklega mikilvægur á fartíma og nær þá sendlingur alþjóðlegu verndarviðmiði (stundum >1.000 fuglar). Auk þess hafa yfir þúsund rauðbrystingar og lóuþrælar sést á svæðinu og margar aðrar vaðfuglategundir safnast þarna hundruðum saman (Arnþór Garðarsson 1998, Einar Ó. Þorleifsson 2007). Yfir vetrartímann nær gulönd alþjóðlegum verndarviðmiðum (44 fuglar) við mynni voganna.
Leirur í Grafarvogi eru á náttúruminjaskrá.

Helstu fuglategundir á svæðinu Elliðavogur–Grafarvogur – Key bird species in Elliðavogur–Grafarvogur
Tegund Species |
Latneskt heiti Scientific name |
Árstími Season |
Fjöldi (fuglar) Number (birds) |
Ár Year |
% af íslenskum stofni % of Icelandic popul. |
Alþjóðlegt mikilvægi International importance |
---|---|---|---|---|---|---|
Gulönd1 | Mergus merganser | Vetur–Winter | 44 | 2005–2014 | 4,9 | B1i |
Sendlingur2 | Calidris maritima | Far–Passage | 1.030 | 1997 | 2,1 | A4i, B1i |
1Náttúrufræðistofnun Íslands, vetrarfuglatalningar – IINH, mid-winter counts. 2Arnþór Garðarsson 1998. Fuglatalningar í Leiruvogi. Lífríkisrannsóknir vegna Sundabrautar. Reykjavík: Líffræðistofnun Háskólans. |
Heimildir – References
Arnþór Garðarsson 1998. Fuglatalningar í Leiruvogi. Lífríkisrannsóknir vegna Sundabrautar. Reykjavík: Líffræðistofnun Háskólans.
Einar Ó. Þorleifsson 2007. Alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði: Leiruvogur, Blikastaðakró að Gufunesi og Grafarvogur. Fuglar 4: 10–11.