Grunnafjörður
Kortasjá
Opna í kortasjá – Open in map viewer
English summary
Grunnafjörður mudflat/estuary, W-Iceland, is an internationally important staging site for Branta bernicla (2,927 birds) and Calidris canutus (3,540 birds).
FG-V 8
Hnit – Coordinates: N64,38463, V21,92935
Sveitarfélag – Municipality: Hvalfjarðarsveit
IBA-viðmið – Category: A41, B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 1.470 ha

Grunnafjörður er grunnur vogur norðaustan við Akranes og einkennist af víðlendum leirum og þá einkum sandmaðksleirum. Svæðið er mikilvægur viðkomustaður fyrir fargesti og hefur alþjóðlegt mikilvægi fyrir margæs (2.927 fuglar) og rauðbrysting (3.540 fuglar). Auk þess fer mikið af sanderlu þar um og mikið er þar af tjaldi á öllum árstímum. Hátt í þúsund toppendur hafa fellt þar fjaðrir (Böðvar Þórisson o.fl. 2008, Einar Ó. Þorleifsson 2009).
Grunnafjörður var friðlýstur 1994 og samþykktur sem Ramsar-svæði 1996. Er einnig á IBA-skrá.

Helstu fuglategundir í Grunnafirði – Key bird species in Grunnafjörður
Tegund Species |
Latneskt heiti Scientific name |
Árstími Season |
Fjöldi (fuglar) Number (birds) |
Ár Year |
% af íslenskum stofni % of Icelandic popul. |
Alþjóðlegt mikilvægi International importance |
---|---|---|---|---|---|---|
Margæs1 | Branta bernicla | Far–Passage |
2.927 |
1990–2010 | 10,5 | A4i, B1i |
Rauðbrystingur2 | Calidris canutus | Far–Passage |
3.540 |
2008 | 1,0 | B1i, B2 |
1Guðmundur A. Guðmundsson, óbirt heimild. – Unpublished source. 2Böðvar Þórisson, Cristian Gallo og Þorleifur Eiríksson 2008. Fuglatalningar í Grunnafirði 2008. Náttúrustofa Vestfjarða, NV nr. 17-08. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarða. |
Heimildir – References
Böðvar Þórisson, Cristian Gallo og Þorleifur Eiríksson 2008. Fuglatalningar í Grunnafirði 2008. Náttúrustofa Vestfjarða, NV nr. 17-08. Bolungarvík: Náttúrustofa Vestfjarða.
Einar Ó. Þorleifsson 2009. Alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði: Grunnafjörður og Blautós. Fuglar 6: 8.