Hóp–Vatnsdalur

VOT-N 3

Hnit – Coordinates: N65,53465, V20,50375
Sveitarfélag – Municipality: Húnavatnshreppur
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i
Stærð svæðis – Area: um 12.890 ha

Þetta svæði nær yfir Vatnsdal í Húnavatnssýslu, ásamt svæðinu milli Hnausakvíslar í Þingi og vestur að Sigríðarstaðavatni. Miklar flæðiengjar og stöðuvötn, þar á meðal Hópið sem er þeirra langstærst, 29−44 km2 eftir sjávarföllum. Mikið fuglalíf er þarna, sérstaklega á fartíma. Þetta svæði er alþjóðlega mikilvægt fyrir álftir (1.464 fuglar) og helsingja (8.508 fuglar) á fartíma og sem fjaðra­fellistaður álfta (695 fuglar).

Hluti þessa svæðis er á náttúruminjaskrá, þar á meðal vötnin og neðanverð Vatnsdalsá, Hnausa­kvísl, ásamt hólmum og bökkum. Allt svæðið er á IBA-skrá.

Helstu fuglategundir á svæðinu Hóp–Vatnsdalur – Key bird species in the area Hóp–Vatnsdalur

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Álft1 Cygnus cygnus Fellir–Moult 695 2005 2,7 B1i
Álft2 Cygnus cygnus Far–Passage 1.464 1982 13,3 A4i, B1i
Helsingi3 Branta leucopsis Far–Passage 8.508 1994 22,2 B1i
1Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.
2Arnþór Garðarsson og Kristinn H. Skarphéðinsson 1984. A census of the Icelandic Whooper Swan population. Wildfowl 35: 37–47.
3Percival, S.M. og T. Percival 1997. Feeding ecology of Barnacle Geese on their spring staging grounds in northern Iceland. Ecography 20: 461–465.

English summary

Hóp–Vatnsdalur is a lowland valley, floodplains and coastal lakes, NW-Iceland, and is internationally important for staging Cygnus cygnus (1,464 birds) and Branta leucopsis (8,508 birds) as well as moulting Cygnus cygnus (695 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer