Hvalfjörður

FG-V 6

Hnit – Coordinates: N64,34234, V21,67926
Sveitarfélag – Municipality: Kjósarhreppur, Hvalfjarðarsveit
IBA-viðmið – Category: A4i, A4iii, B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 6.800 ha

Hvalfjörður innan línu sem hugsast dregin milli Hvalfjarðareyrar og Grundartanga, ásamt fjörum. Grunnir vogar og víðáttumiklar leirur. Mikið fuglalíf er á svæðinu árið um kring (Arnþór Garðarsson 1974) og telst það alþjóðlega mikilvægt fyrir rauðbrysting (18.512 fuglar) og margæs (1.431 fugl). Auk þess safnast hávellur í þúsundatali á vorin í mynni Hvalfjarðar. Á veturna er svæðið mikilvægur dvalarstaður flórgoða (55 fuglar að meðaltali í vetrarfuglatalningum Náttúrufræðistofnunar) og sendlings (520 fuglar). Þá er talsvert æðarvarp í firðinum og nokkuð af lunda og ritu.

Hluti af fjörum Hvalfjarðar er á náttúruminjaskrá, þ.e. ströndin Norðurkoti–Hvalfjarðareyri–Laxárvogur, einnig grunnsævi, Botnsvogur og strandlengjan frá Miðsandi að Katanesi. Svæðið Hvalfjarðareyri–Laxárvogur er einnig á IBA-skrá.

Helstu fuglategundir í Hvalfirði – Key bird species in Hvalfjörður

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Flórgoði1 Podiceps auritus Vetur–Winter 55 2005–2013 2,6 B1i, B2
Margæs2 Branta bernicla Far–Passage 1.431 1990–2010 5,1 B1i
Rauðbrystingur3 Calidris canutus Far–Passage 18.512 1990 5,3 A4i, B1i, B2
Sendlingur4 Calidris maritima Vetur–Winter 520 1975 1,0 A4i, B1i
Alls–Total*     19.943     A4iii
*Fargestir. – Passage migrants only.
1Náttúrufræðistofnun Íslands, vetrarfuglatalningar IINH, mid-winter counts.
2Guðmundur A. Guðmundsson, óbirt heimild. – Unpublished source.
3Arnþór Garðarsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1991. Yfirlit um gildi einstakra fjörusvæða fyrir vaðfugla. Óbirt skýrsla.
4Wilson, J.R. 1982. The wintering of shorebirds in Iceland. Wader Study Group Bulletin 36: 16–19.

English summary

The inner Hvalfjörður fjord, SW-Iceland, is an internationally important staging area for Calidris canutus (18,512 birds) and Branta bernicla (1,431 bird) as well as wintering grounds for Podiceps auritus (55 birds) and Calidris maritima (520 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer